*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 10. apríl 2013 20:11

Könnun: Hanna Birna myndi saxa á Framsókn

Fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi stóraukast ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins skv. nýrri könnun MMR.

Gísli Freyr Valdórsson
Haraldur Guðjónsson

Nær helmingur þeirra sem ætla sér að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins og leiddi hann í gegnum Alþingiskosningar. 

Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið. Þátttakendur í könnuninni voru meðal annars spurðir að því hvort þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna yrði formaður flokksins og leiddi hann í komandi kosningum. Um 44% þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn svara spurningunni játandi, þar af sögðu um 19% "já, örugglega" og um 25% "já, líklega". 

Framsóknarflokkurinn mældist með um 30% fylgi í könnun MMR í vikunni þannig að Hanna Birna myndi, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sækja nokkuð fylgi til Framsóknarflokksins. Í Viðskiptablaðinu á morgun er ítarlega fjallað um hvaða stuðningsmenn annarra flokka myndu örugglega eða líklega kjósa Sjálfstæðisflokkinn leiddan af Hönnu Birnu.

Í könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið er einnig spurt um traust almennings til einstakra forystumanna flokkanna. Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Á meðal annars efnis í blaðinu er:


 • Átök um stjórnarsæti í Vodafone
 • TM ætlar að greiða að lágmarki helming hagnaðar í arð
 • Meniga tífaldaði veltuna á einu ári
 • Sveitarfélög þurfa 4,7 milljarða
 • Sjómenn vantöldu tekjur sínar
 • Íbúðalánasjóður daðrar við danska íbúðakerfið
 • Flókið að fá leyfi fyrir heimagistingu
 • Bygging leiguíbúða í biðstöðu vegna velferðarráðherra
 • Fríverslunarsamningur við Kína undirritaðir í næstu viku
 • Vaxtagreiðslur nema 700 milljörðum króna á tíu árum
 • Allt í hnút í Al Thani-málinu
 • Vilhjálmur Egilsson ræðir m.a. um starfslokin hjá SA og stjórnmálaferilinn í ítarlegu viðtali
 • Allt um fyrsta rafbílinn sem framleiðir eigin orku
 • Ný bók um lágkolvetnisfæði vekur mikla athygli
 • Heilsukokkurinn Ebba Guðný á leiðinni með matar-app
 • Nærmynd af Guðrúnu Blöndal, sem situr í stjórn Framtakssjóðsins
 • Óðinn skrifar um hættuna skuldavanda Framsóknar
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um Járnfrúnna Thatcher
 • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira