Félagsfundur Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti í dag framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga.

Sem kunnugt er var haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík þann 24. nóvember sl. þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og fv. borgarstjóri, bar sigur úr býtum. Niðurstaða prófkjörsins var þó ekki bindandi samkvæmt skipulagsreglum flokksins en þeir sem lentu í ellefu efstu sætunum héldu þó allir sætum á lista flokksins.

Eins og sjá má vermir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, síðasta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, svokallað heiðurssæti. Sem kunnugt er tilkynnti Ólöf fyrir áramót að hún myndi hætta í stjórnmálum í vor. Þá verður jafnframt kjörinn nýr varaformaður flokksins á landsfundi hans í lok febrúar.

Framboðslisti flokksins í Reykjavík suður er þannig skipaður:

  1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
  2. Pétur H. Blöndal, alþingismaður
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
  4. Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður
  5. Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi
  6. Teitur Björn Einarsson, héraðsdómslögmaður
  7. Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur
  8. Fanney Birna Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður
  9. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
  10. Ingvar Garðarsson, endurskoðandi
  11. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi og formaður Heimdallar
  12. Freyr Friðriksson, vélfræðingur og framkvæmdastjóri
  13. Jóhanna Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
  14. Hannes Sigurbjörn Jónsson, form. Körfuknattleikssambands Íslands
  15. Jón Ragnar Ríkarðsson, sjómaður og formaður verkalýðsráðs
  16. Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildar KR og skrifstofumaður
  17. Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
  18. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur
  19. Elísabet Ólöf Helgadóttir, tanntæknir
  20. Gísli Ragnarsson, fv. skólameistari
  21. Alda María Magnúsdóttir, kirkjuvörður
  22. Halldór Blöndal, formaður sambands eldri sjálfstæðismanna og fv. ráðherra.

Framboðslisti flokksins í Reykjavík norður er þannig skipaður:

  1. Illugi Gunnarsson, alþingismaður
  2. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
  3. Birgir Ármannsson, alþingismaður
  4. Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
  5. Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona
  6. Arnar Þórisson, atvinnurekandi
  7. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
  8. Borgar Þór Einarsson, héraðsdómslögmaður
  9. Kristín Heimisdóttir, tannlæknir
  10. Erla María Tölgyes, sálfræðinemi
  11. Hjálmar Jónsson, prestur
  12. Sandra María St. Polanska, túlkur og þýðandi
  13. Auðunn Kjartansson, múrarameistari
  14. Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir
  15. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður
  16. Þröstur Bragason, miðlunarfræðingur
  17. Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur
  18. Jóhann G Ólafsson, ljósmyndari
  19. Þóra Berg Jónsdóttir, móttökustjóri
  20. Sigríður Hannesdóttir, leikkona
  21. Leifur Magnússon, verkfræðingur
  22. Ólöf Nordal, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.