Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist í svari við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis á engum tímapunkti hafa reynt að hafa áhrif á rannsóknina á lekamálinu svokallaða eða þá aðila sem henni stjórna.

Í bréfinu segist hún m.a. hafa innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að hún ræddi við hann um ákveðin atriði eða hvort hann teldi samtöl þeirra til þess fallin að hamla störfum hans. Hafi komið fram af hans hálfu að svo væri ekki enda væri honum ljóst að öll viðleitni ráðherra í málinu hafi lotið að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar.

Lesa má svar ráðherra í heild sinni á vef innanríkisráðuneytisins .