Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar ekki aði víkja sæti sem ráðherra á meðan lögreglan rannsakar lekamál tengt ráðuneytinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti í dag að hún hefði sent gögn til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögmenn tveggja hælisleitenda kærðu innanríkisráðuneytið vegna persónuupplýsinga sem birtust á mbl.is og fréttavefnum Vísi síðastliðið haust. Telja þeir að upplýsingarnar hafi upprunalega komið úr ráðuneytinu.