Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mun svara erindi umboðsmann Alþingis vegna Lekamálsins í dag. Þessu greinir RÚV frá.

Í gær bað ráðuneytið umboðsmann um möguleika á fresti til svara fram yfir helgi sökum umfangs gagna sem umboðsmaður fór fram á. Þess var þó ekki þörf og munu svör því berast í dag.

Eins og VB.is greindi frá hefur Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, beðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um ítarlegri upplýsingar um samskipti hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra í tengslum við rannsóknina á Lekamálinu.