Hanna Katrín Friðriksson stefnir á oddvitasæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta segir hún í samtali við Pressuna.

Hanna Katrín er með MBA gráðu í stefnumótun og breytingarstjórnun frá Graduate School of Management, University of California.

Hún hefur síðastliðin fjögur ár sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdarstjóri Háskólans í Reykjavík og framkvæmdarstjóri stjórnunarsviðs Eimskips.

Hanna Katrín starfaði sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þetta er þó í fyrsta skipti sem að það hefur höfðað til hennar að fara fram sjálfa.

Hanna Katrín er gift Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Novators. Þær eiga tvíburadætur sem eru 15 ára.