Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, hefur verið kjörin þingflokksformaður Viðreisnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðreisnar .

„Hanna Katrín er fædd í París árið 1964, en ólst upp í Reykjavík. Hún er með MBA gráðu í stefnumótun og breytingastjórnun frá Graduate School of Management, University of California og með BA gráðu í heimspeki og hagfræði frá HÍ.

Áður en Hanna Katrín hóf stjórnmálaafskipti með Viðreisn var hún framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum undanfarna áratugi, meðal annars hjá Eimskip og Háskólanum í Reykjavík.“

Hanna Katrín starfaði sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Katrín er gift Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Novators. Þær eiga tvíburadætur sem eru 15 ára.