Starfsemi Show Off gengur út á að umbreyta rými og byggja upp sterkari vörumerki með því að skapa minnisstæða upplifun fyrir viðskiptavini,“ segir Sæbjörg (Sæja) Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, sem ásamt Tinnu Magnúsdóttur sýningarhönnuði rekur hönnunarstúdíóið Show Off sem byggist á hugmyndafræði upplifunarhönnunar. „Upplifunarhönnun snýst um að hanna atburðarás, stemningu og andrúmsloft þar sem fólk er haft í fyrirrúmi. Markmiðið er að neytandinn fái minnisstæða upplifun á vörumerkinu og vilji heimsækja það eða nýta sér það aftur. Þess vegna stuðlum við að þverfaglegu samstarfi, sem er einkar mikilvægt til að ná sem heilsteyptastri útkomu,“ útskýrir hún.

Upplifun viðskiptavinarins af fyrirtækjum og vörumerkjum verður sífellt mikilvægari og fara má mjög spennandi leiðir í þeim efnum,“ heldur Tinna áfram. „Okkar þjónusta hentar öllum þeim sem vilja bætt starfsumhverfi, koma stórum hugmyndum í framkvæmd, sýnileika sem aðgreinir vörumerkið frá hinum og umbreytingu á innra og ytra umhverfi fyrirtækis. Við fögnum verkefnum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þarf að fara í allsherjar umbreytingu eða bara gera skrifstofuna aðeins meira sexí.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .