Skartgripahönnuðurinn Pippa Small notar tímann sem hún er ekki að hanna skartgripi til að ferðast á milli fátækustu landa heims og styrkja atvinnustarfsemi og koma á fót fyrirtækjum.

Pippa býr í London og er mjög mikil eftirspurn eftir skartgripum hennar. Leikkonan Nicole Kidman er mikill aðdáandi hennar. Einstaka gripir sem Pippa Small hannar hafa selst á allt upp í 13 milljónir króna.

Hönnuðurinn lifði þannig tvöföldu lífi en hún vann á sumrin með flóttamönnum frá Búrma í Tælandi, á sama tíma og hún byggði upp fyrirtæki sitt. Hún lærði mannfræði í London og hefur unnið með minnihlutahópum í Tælandi og víðar þar sem mannréttindi og menningararfur fólks hefur verið fótum troðinn. Samhliða þessu starfi fór hún að hanna skartgripi.

Þegar Tom Ford hjá Gucci bað Pippa að vinna eingöngu fyrir þá ákvað hún að gefa tilbaka. Hún styrkir meðal annars fólk í Kenýa Afghanistan, Panama og Bólivíu við að hanna skartgripi og selja til ferðamanna.

BBC segir frá málinu á fréttasíðu sinni hér .