Hannes Smárason fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður FL Group sagðist í morgun vera saklaus af ákæru sérstaks saksóknara í héraðsdómi Reykjavíkur.

Hannesi er gefið að sök að hafa millifært 2.875 milljónir króna af reikningi FL Group yfir á reikning Fons eignarhaldsfélags, félags Pálma Haraldsssonar, í tengslum við viðskipti við Sterling Airlines.

Hannes var þá stjórnarformaður FL Group þegar millifærslan var framkvæmd og eini sem hafði umboð til að ráðstafa fé af bankareikningnum í Lúxemburg.