Pund ehf., félag Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns og stærsta hluthafa Air Atlana, hagnaðist um 3,6 milljarða króna á síðasta ári. Ári áður nam hagnaður félagsins 698 milljónum.

Arðstekjur námu 3,6 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 725 milljónir árið 2020.

Eignir námu 4,7 milljörðum króna í lok síðasta árs en þar af námu verðbréf 2,4 milljörðum. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna um síðustu áramót og handbært fé 661 milljón.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.