*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 20. febrúar 2013 11:05

Hannes Hólmsteinn fagnar 60 árum - myndir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt upp á sextugsafmæli sitt í Háskóla Íslands í gær. Svo margir mættu að bæta þurfti við sætum.

Ritstjórn
Hannes Hólmsteinn í pontu á afmælisdeginum.
Haraldur Guðjónsson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands, fagnaði sextugsafmæli sínu í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðdegis í gær. Svo margir heiðruðu Hannes á afmælisdaginn að bæta þurfti við sætum í salnum. 

Hannes flutti klukkustundarlanga ræðu í tilefni dagsins um frjálshyggjuna. 

Eftir ræðuhöldin var veislunni haldið áfram á Háskólatorgi þar sem m.a. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og fleiri fluttu ræður til heiðurs Hannesi sem talað hefur fyrir frelsi um áratuga skeið. 

Viðskiptablaðið ræddi ítarlega við Hannes í tilefni afmælisins og birtist viðtalið við hann í síðasta tölublaði. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.