*

þriðjudagur, 19. október 2021
Fólk 16. febrúar 2013 20:55

Hannes Hólmsteinn: Fólkið með einkaþoturnar sigraði

Hannes H. Gissurarson kemur víða við í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu.

Gísli Freyr Valdórsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það urðu hér ákveðin tímamót árið 2004,“ segir Hannes spurður hversvegna hann tali sérstaklega um tímabilið 1991-2004 í stað tímabilsins 1991-2009 þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og í ríkisstjórn. 

„Í baráttunni hér innanlands þetta ár sigraði fólkið sem vildi breyta markaðskapítalismanum í klíku­ kapítalisma, fólkið með lystisnekkj­ urnar og einkaþoturnar, fólkið sem sótti veislurnar á Bessastöðum. Það vann í þessari miklu baráttu t.d. um fjölmiðlamálið, í Baugsmálinu og öðrum málum og stjórnaði svo samfélagsumræðunni eftir það. Ég ætla þó ekki að halda því fram að þessi hópur beri ábyrgð á hruninu, þar réði mestu um alþjóðleg láns­ fjárkreppa og við sem þjóð vorum vanbúin fyrir þá kreppu. Það breyt­ ir því þó ekki að þessi klíka hafði hamast við að lána sjálfri sér út úr bönkunum og skapað þannig mikla aukalega kerfisáhættu.“

Þú talar um klíkukapítalisma frá árinu 2004, er það ekki heldur einföld söguskýring?

„Allar söguskýringar eru einfald­ar því sagan er miklu flóknari og margbrotnari en við getum gert full skil auk þess sem það eru alltaf einhver öfl að verki sem toga hvert í sína átt,“ segir Hannes.

Nánar er rætt við Hannes í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.