*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 22. júní 2021 07:03

Hannes meðal hluthafa Play

Hannesar Hilmarssonar, stjórnarformaður og stærsti hluthafa Atlanta, á hátt í 100 milljóna króna hlut í Play.

Ingvar Haraldsson
Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Atlanta.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Pund ehf. fjárfestingafélag Hannesar Hilmarssonar, stærsta hluthafa og stjórnarformanns Air Atlanta, er meðal fjárfesta í Play samkvæmt hluthafalista félagsins sem birtur var í skráningarlýsingu félagsins í gær. Pund ehf., fjárfestingafélag Hannesar á fimm milljónir hluta í Play sem samsvarar um 1,05% hlut í félaginu. Hluturinn er 90 til 100 milljóna króna virði miðað við verðbil útboðs Play sem hefst á fimmtudaginn.

Hannes var forstjóri Air Atlanta í tólf ár en lét af störfum sem forstjóri og varð stjórnarformaður Atlanta árið 2018. Hann átti helmingshlut í félaginu um síðustu áramót. Viðskiptablaðið greindi nýlega frá því að móðurfélag Atlanta myndi greiða eigendum sínum sjö milljarða króna í arð, en vænta má þess að Pund ehf. hafi fengið 3,5 milljarða króna af þeirri fjárhæð. Í maí keyptu lykilstarfsmenn Atlanta svo 20% hlut í félaginu.

Líkt og áður er Birta lífeyrissjóður stærsti hluthafi Play með 12,6% hlut. Þá á Fiskisund ehf. 11,9% hlut, Stoðir 8,4% hlut og Fea ehf. sem fjármagnaði rekstur Play lengst af með 5,9% hlut. Brimgarðar eru áfram með 4,81% hlut og Dalía ehf. með 4,61% hlut. 

Meðal annarra hluthafa eru Andri Sveinsson, meðeigandi hjá Novator, með 2,1% hlut, Kjartan Páll Guðmundsson með 2,5% hlut og Theodórs Siemsen Sigurbergssonar, stærsta hluthafi Grant Thornton fyrrverandi slitastjórnarmaður hjá Kaupþingi en samkvæmt ársreikningi Fea fyrir árið 2019 voru Kjartan og Theodórs meðal lánveitenda Fea.

 

Stikkorð: Play Hannes Hilmarsson Pund ehf.