Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forsjóri Baugs, hafa sagt sig úr stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Jafnframt hafa Smári Sigurðsson og Eiríkur Jóhannsson sagt sig úr varastjórn bankans.

FL Groupsamþykkti fyrir jól að selja rúmlega 22% eignarhlut sinn í Straumi-Burðarási til hóps fjárfesta, undir forystu Finns Ingólfssonar, og bankans sjálfs.

Í viðskiptunum fékk FL Group 28,3 milljarða króna í reiðufé, um 10,2 milljarða króna í bréfum í finnska flugfélaginu Finnair og um 3,6 milljarða í skráðum íslenskum félögum. Eftir viðskiptin jókst hlutur FL Group í Finnair í 22,4%, og er það nú næst stærsti hluthafinn í flugfélaginu á eftir finnska ríkinu, sem á 55,8% hlut.