Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, dótturfélags Kviku banka, og Thomas Skov Jensen, forstöðumaður áhættustýringar Kviku banka, nýttu sér í dag áskriftaréttindi í bankanum.

Hannes Frímann kaupir 6,5 milljónir hluta á genginu 6,25 krónur á hlut, fyrir ríflega 40 milljónir króna. Thomas kaupir 500 þúsund hluti á genginu 6,25 krónur á hlut fyrir samtals 3,1 milljón króna.

Gengi bréfa í Kviku standa nú í 11,05 krónum á hlut sem þýðir að markaðsvirði þess hlutar sem Hannes Frímann kaupir nemur um 71,8 milljónum króna en hlutur Thomas er metinn á um 5,5 milljónir króna.

Samkvæmt tilkynningum til Kauphallarinnar á Hannes Frímann áskriftarétt að 13 milljónir hluta og Thomas áskriftarétt á 9,5 milljónum hluta í Kviku banka.