*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 8. nóvember 2019 16:50

Hannes og Thomas kaupa í Kviku

Framkvæmdastjóri Júpíter, dótturfélags Kviku, og forstöðumaður áhættustýringar Kviku kaupa hluti í bankanum.

Ritstjórn
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíter sem er dótturfélag Kviku banka.
Haraldur Guðjónsson

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, dótturfélags Kviku banka, og Thomas Skov Jensen, forstöðumaður áhættustýringar Kviku banka, nýttu sér í dag áskriftaréttindi í bankanum.

Hannes Frímann kaupir 6,5 milljónir hluta á genginu 6,25 krónur á hlut, fyrir ríflega 40 milljónir króna. Thomas kaupir 500 þúsund hluti á genginu 6,25 krónur á hlut fyrir samtals 3,1 milljón króna.

Gengi bréfa í Kviku standa nú í 11,05 krónum á hlut sem þýðir að markaðsvirði þess hlutar sem Hannes Frímann kaupir nemur um 71,8 milljónum króna en hlutur Thomas er metinn á um 5,5 milljónir króna.

Samkvæmt tilkynningum til Kauphallarinnar á Hannes Frímann áskriftarétt að 13 milljónir hluta og Thomas áskriftarétt á 9,5 milljónum hluta í Kviku banka.