Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hannesi Smárasyni, fyrrverandi stjórnarformanni og síðar forstjóra FL Group.

Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að ákæran snúist um viðskipti tengd flugfélaginu Sterling. Þetta er fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari höfðar á hendur Hannesi Smárasyni. RÚV segir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fjórtánda nóvember en ákæran hafi ekki verið birt Hannesi.

Lítið fór fyrir Hannesi eftir að hann hætti sem forstjóri FL Group í lok árs 2007. En skammt er síðan Viðskiptablaðið greindi frá því að hann hefði hafið aftur störf hjá sprotafyrirtæki í egiu Íslenskrar erfðagreiningar.