Landsbanki
Landsbanki
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Hannes Smárason fyrrverandi forstjóri FL Group fékk í gær greiddar 350 milljónir úr þrotabúi Landsbanka Íslands.  Er greiðslan fyrsti hluti af 1,1 milljarðs króna endurgreiðslu á innistæðu sem Hannes átti í bankanum.  Þetta kemur fram á mbl.is .

Er krafa Hannesar meðal forgangskrafna í bankann, en þriðjungur forgangskrafna var greiddur úr þrotabúinu í gær, samtals 432 milljarðar króna.

Greitt var út í ýmsum gjaldmiðlum en af heildarfjárhæðinni voru aðeins greiddir út 10 milljarðar í íslenskum krónum.

Þar sem almennar innistæður í íslenskum krónum voru yfirteknar af Nýja Landsbankanum í október 2008 er ekki ólíklegt að greiðslur til Hannesar Smárasonar séu í erlendri mynt.

Hannes Smárason
Hannes Smárason
© BIG (VB MYND/BIG)