*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 13. mars 2018 09:08

Hannes Smárason hættir sem forstjóri

Fyrrum forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn stofnanda NextCODE sem rann inn í WuXI NextCODE lætur af störfum.

Ritstjórn

Hannes Smárason er hættur sem forstjóri fyrirtækisins WuXI NextCODE, en hann var einn af stofnendum fyrirtækisins árið 2013. Tekur varaforstjórinn Rob Brainin við, en Hannes mun áfram taka að sér ráðgjöf fyrir fyrirtækið.

Hannes tók við stjórn fyrirtækisins í febrúar á síðasta ári, en samkvæmt frétt Bio-IT stofnaði hann fyrirtækið út frá Íslenskri erfðagreiningu ásamt öðrum.

Hafði hann yfirumsjón með kaupum WuXI AppTec á NexCODE árið 2015 og sameiningu fyrirtækjanna í WuXI NextCODE. Í síðustu viku tilkynnti félagið um samstarf við Google Cloud um að tækni fyrirtækisins yrði aðgengileg á skýi tölvufyrirtækisins.