Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Hannes Smárason af ákæru um fjárdrátt. Ákæruvaldið var jafnframt dæmt til þess að greiða allan málskostnað í málinu, þar með talin tæplega 10 milljóna króna málsvarnarlaun Hannesar.

Hannes var ákærður fyrir fjárdrátt með því að millifæra 2.875 milljónir króna af bankareikningi FL Group hjá Kaupþingi í Lúxemborg inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í apríl árið 2005. Var það gert fimm dögum eftir að reikningurinn var stofnaður og án þess að forstjóri, fjármálastjóri eða stjórnarmenn væru upplýstir um millifærsluna.

Hannes kvaðst ávallt saklaus af ákærunni og sagði ekkert tjón hafa hlotið af millifærslunni.