Hannes Smárason var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum 2 milljarða króna vegna lána sem hann var í ábyrgð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn.

Málið má rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes Smárason gaf Landsbanka Íslands í desember 2007, en bankinn hafði bæði veitt Fjárfestingafélaginu Primusi ehf. og Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi lán. Þetta voru félög sem héldu á eignarhlut Hannesar í FL Group, Glitni, Landsbankanum og stofnfé í Byr.

Heildarskuldbindingar þessar tveggja félaga námu 25 milljörðum króna í desember 2007 og nam sjálfskuldaábyrgðin 2 milljörðum króna. Hannes hélt því fram fyrir dómi að sjálfskuldaábyrgðin væri fallin úr gildi. Ástæðan fyrir því væri meðal annars sú að gamli Landsbankinn hefði haft meiri vitneskju um áhættuna sem ábyrgðarveitinguna en hann sjálfur. Á grundvelli ákvæða í samningalögum væri sjálfskuldaábyrgðin því fallin úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þann málatilbúnað.