RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál, hélt í gærmorgun fund um stöðu efnahagslegs frelsis á Íslandi. Þar flutti kanadíski hagfræðingurinn Dr. Michael Walker, stofnandi Fraser stofnunarinnar í Kanada, fyrirlestur um stöðu Íslands en tilefnið er útgáfa hinnar árlegu samanburðarskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, hinnar svonefndu Frelsisvísitölu, sem Fraser stofnunin lætur reikna út ár hvert.

Ísland var fyrri nokkrum árum í níunda sæti á lista yfir þær þjóðir sem buðu þegnum sínum upp á hvað mest efnahagslegt frelsi, en er nú komið niður í 65. sæti af margvíslegum ástæðum.

Stefán Ólafsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar og prófessor í félagsfræði, sagðist í pistli á vef Eyjunnar um helgina fagna því að hin svokallaða frjálshyggjuvísitala væri að lækka. Hún væri fyrst og fremst mælikvarði á frelsi auðmanna og fjárfesta og tækifæri fyrir þá til að auðgast frekar á kostnað almennings.

VB Sjónvarp spurði Hannes H. Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, út í þessu ummæli kollega hans úr Háskóla Íslands.