*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 16. febrúar 2015 15:06

Hannes Steindórsson opnar fasteignasölu

Lind fasteignasala opnaði í dag en hún starfar á grunni Remax Lindar. Hannes starfaði í 10 ár hjá Remax.

Edda Hermannsdóttir
Aðsend mynd

Hannes Steindórsson opnaði í dag Lind fasteignasölu ásamt Þórunni Gísladóttur, Andra Sigurðssyni, Kristjáni Þóri Haukssyni og Stefáni Jarl Martin. Hannes hefur starfað hjá Re/max í 10 ára og segir tímabært að breyta til. Fasteignasalan starfar á grunni Remax Lindar sem hefur verið starfandi frá árinu 2003. 

„Okkur finnst kominn tími á að breyta til. Starfssemin verður með svipuðu sniði en þó einhverjar viðbætur og nýjunar sem verða kynntar fljótlega. Síðastliðin 10 ára hafa verið mjög góð og það er mikill lærdómur sem hefur fengist með að vera tengdur svona alþjóðlegu kerfi. Á stofunni starfa 19 manns og er kynjahlutfall nánast jafnt. Á Lind fasteignasölu starfa einstaklingar með mikla reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignasölu,“ segir Hannes.