Hannes Frímann Hrólfsson settist nýverið í forstjórastól Auðar Capital. Hann tekur við starfinu af Kristínu Pétursdóttur, stofnanda Auðar, sem verður stjórnarformaður. Hannes hefur starfað í fjármálageiranum í um fimmtán ár, fyrst undir stjórn Kristínar. Hann var hjá Kaupþingi frá árinu 1998, fyrst sem sérfræðingur í greiningardeild og fjárstýringu. Árið 2003 gerðist hann forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðumiðlunar og árið 2006 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta. Hann gegndi starfinu áfram í um eitt ár eftir stofnun Arion banka.

Hannes Frímann er í sambúð með Hörpu Guðjónsdóttur flugfreyju. Þau eiga tvo syni, Guðjón Kristófer sem er 16 ára og Fjölni Kára sem er 7 ára. Spurður um áhugamál segir Hannes þau hafa verið af ýmsum toga, allt frá frímerkjasöfnun og skák yfir í stangveiði. Þá er fjölskyldan dugleg við að ferðast bæði innanlands og erlendis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .