*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 27. ágúst 2015 08:13

Hannes um Þórólf: Hann er mannafæla, alltaf í úfnu skapi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir það undarlegt að Þórólfur Matthíasson hafi sótt um stöðu ríkissáttasemjara.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Einhver undarlegasta frétt síðustu ára er, að Þórólfur Icesave-spekingur Matthíasson skuli hafa sótt um starf sáttasemjara ríkisins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskólaprófessor í stöðuuppfærslu á Facebook. „Hann er mannafæla, alltaf í úfnu skapi,“ segir hann jafnframt.

Hannes rifjar þar upp atvik sem hann segir hafa átt sér stað í kaffistofu kennara við Háskóla Íslands í Odda skömmu eftir bankahrun.

Segir Hannes að á meðan hann hafi setið í mestu makindum á kaffistofunni við þriðja mann hafi Þórólfur komið inn, snúið við þeim baki „gneypur mjög“, á meðan hann hafi verið að færa sér kaffi.

„Síðan sneri hann sér við í dyragættinni og öskraði til mín af lífs og sálar kröftum: „Djöflastu til að segja af þér, helvítið þitt!“,“ skrifar Hannes um Þórólf.

Þórólfur var einn átta umsækjenda um stöðu ríkissáttasemjara í vor, en sem kunnugt er hlaut Bryndís Hlöðversdóttir skipun í stöðuna í byrjun sumars.