Samkvæmt minnisblaði sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær hefur hár byggingarkostnaður hefur haldið aftur af framboði íbúðarhúsnæðis.

Frá ársbyrjun 2014 hefur byggingarkostnaður haldist nokkuð stöðugur, 4% hækkun, en frá þeim tíma til júlí 2015 hækkaði verð íbúðarhúsnæðis í fjölbýli um 16%.

Það sem af er ári 2015 hefur bygingarkostnaður hækkað um 2,4% en kaupverð í fjölbýli hækkað um 4,6%.

Hækkun fasteignaverðs í fjölbýli umfram byggingarkostnað virðist hafa ýtt við framkvæmdaraðilum en hafist var handa við byggingu 570 nýrra íbúðarhúsa á höfuðborgarsvæðinu árið 2014.

VB.is fjallaði frekar um minnisblaðið og hækkanir á leiguverði fyrr í dag.