Fjármagnskostnaður íslenska ríkisins var um 67 milljarðar króna í fyrra. Það er um 2,5 milljörðum minna en á árinu 2010.

Í ljósi mikils kostnaðar við fjármögnun hins opinbera má velta fyrir sér hvort ekki sé ráðlegt að nota handbært fé ríkisins í stað lántaka. Tæknilega gæti ríkissjóður greitt upp ríkisskuldabréf á gjalddögum 2012 og 2013 með handbæru fé strax í dag.

Á móti má þó telja að innstæður í Seðlabankanum séu þar til merkis um fjárhagslegan styrk. Þá er bent á að til þurfi að vera fjármunir ef ríkið þarf að mæta óvæntum útgjöldum, hver svo sem þau yrðu. Að sama skapi er bent á að kostnaður við lántöku sé með lægsta móti á innlendum mörkuðum, í skjóli gjaldeyrishaftanna.

Fjallað er um fjárhagsstöðu ríkissjóðs í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins 9. ágúst síðastliðinn. Þar kemur m.a. fram að íslenska ríkið á 163 milljarða króna í handbæru fé. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild sinni hér að ofan undir liðnum Tölublöð.