Haraldur Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA á Akranesi. Greint er frá ráðningunni á vef Skessuhorns.

Haraldur er viðskiptafræðingur og hefur síðustu ár starfað hjá Arion banka. Hann lék með ÍA á sínum yngri árum og varð Íslandsmeistari með meistaraflokki félagsins fimm sinnum áður en hann hélt til atvinnumennsku erlendis.

Haraldur tekur við starfinu af Þórði Guðjónssyni, sem sagði upp fyrir skömmu. Með honum á myndinni er Ingi Fannar Eiríksson, formaður félagsins. Myndin er fengin af vefsíðu Skessuhorns.