Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur látið af störfum hjá ráðinu. Haraldur hefur ráðið sig til starfa á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og mun hefja þar störf á mánudaginn næstkomandi. Haraldur mun mun verða starfsfólki og stjórn ráðsins innan handar eftir þörfum næstu vikur og mánuði.

Haraldur hóf störf hjá Viðskiptaráði í mars 2007, fyrst sem lögfræðingur og síðar aðallögfræðingur. Hann tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra í ágúst 2010, auk þess að sinna tímabundið starfi framkvæmdastjóra eftir að Finnur Oddsson lét af störfum í nóvember 2012 og þar til Frosti Ólafsson tók við í júní 2013. Haraldur er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og aflaði sér lögmannsréttinda árið 2011.