Haraldur Johannessen, annar ritstjóra Morgunblaðsins, mun taka við sem framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, frá og með næstu áramótum þegar Óskar Magnússon mun láta at störfum. Þetta var ákveðið að stjórnarfundi Árvakurs í dag en mbl.is greinir frá þessu.

Haraldur mun gegna framkvæmdastjórastarfinu samhliða ritstjórastarfinu. Davíð Oddsson verður einnig áfram ritstjóri, en hann og Haraldur hafa nú ritstýrt blaðinu í rúm fimm ár.

Einnig var ákveðið á fundinum að breyta skipulagi yfirstjórnar Árvakurs þannig að ritstjórar Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs heyri beint undir stjórn félagsins. Þá hefur staða útgefanda, sem verið hefur í skipuriti Árvakurs frá árinu 2009, verið lögð niður.

Har­ald­ur Johann­essen, sem er hag­fræðing­ur, hef­ur langa reynslu af starfi á fjöl­miðlum, auk ým­issa annarra starfa. Hann hef­ur starfað sem blaðamaður á viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins og var rit­stjóri Viðskipta­blaðsins á ár­un­um 2007-2009. Á ár­un­um 2008-2009 gegndi hann starfi fram­kvæmda­stjóra út­gáfu­fé­lags Viðskipta­blaðsins sam­hliða starfi rit­stjóra.