Hard Rock fær ekki heimild til reksturs veitingastaðar í lækjargötu þar sem að starfsemi í veitinga- og skemmtistaðarekstri er yfir heimiluðu hlutfalli í miðborginni. Nútíminn greindi fyrst frá þessu í gærkvöldi.

Samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulags er gert ráð fyrir hámark 50% sömu starfsemi, að undanskildri  smásöluverslun á götuhliðum jarðhæða. Í dag er hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53% og því er ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða í miðbænum segir í niðurstöðu skipulagsfulltrúa.

Í niðurstöðunni er sérstaklega bent á að vinna sé hafin við almenna endurskoðun á starfsemiskvótum í miðborginni.