Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær greiddi Gunnar Birgisson, bæjarastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, atkvæði með tillögu minnihluta bæjarstjórnar um byggingu félagslegra íbúða fyrir um þrjá milljarða króna.

Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi  sagði við mbl.is í gærkvöldi að það væri brjálæði að eyða 3 milljörðum króna á einum fundi.

Í dag segir Bragi Mikaelsson, formaður fulltrúaráðs og kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í samtali við mbl.is að það líti út fyrir að verið sé að safna liði fyrir annað bæjarstjóraefni en Ármann Kr. núverandi bæjarstjóra.

Ármann sigraði prófkjöri sjálfstæðismanna í febrúar 2010 með 1677 atkvæða í 1. sætið eða 52,4% atkvæða. Gunnar, sem háði harða baráttu við Ármann, fékk fékk 1253 atkvæði í 1. sætið eða 40% atkvæða. Gunnar endaði í þriðja sæti.

Gunnar tilkynnti fyrir jól að hann væri hættur í stjórnmálum.