Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur formlega hafnað milljarða dollara yfirtöku CK Hutchison Holdings á breska fjarskiptafyrirtækinu O2 sem meðal annars á félagið Telefónica. Ákvörðunin þykir vera til marks um harðari afstöðu samkeppnisyfirvalda í Evrópu gagnvart samþjöppun á markaði í fjarskiptageiranum á svæðinu.

Samkeppnisyfirvöld segja að yfirtakan hefði haft í för með sér hærri verð og færri valkosti fyrir breska neytendur auk þess sem samningurinn hefði haft neikvæð áhrif nýsköpun og þróun í geiranum.

Í samtali við Wall street journal sagði Hutchison að félagið værir mjög óánægt með ákvörðunina. Starfsmenn þess muni nú leggjast vandlega yfir rökstuðning yfirvalda og muni í kjölfarið meta stöðu sína og þá hvort félagið muni leita réttar síns fyrir dómstólum.