Samdráttur auglýsingatekna íslenskra fjölmiðla er áhyggjuefni, bæði fyrir þá og almenning. Hér sjást þær sem hlutfall af VLF, en í helstu nágrannalöndum eru þær um 1%.

Hugsanlega hafa auglýsingaútgjöld á Íslandi staðið í stað eða aukist, en þau fara í auknum mæli úr landi til Facebook og Google.

Til að bæta gráu ofan á svart hækkaði virðisaukaskatturinn á fjölmiðla verulega árið 2015, sem skekkti mjög samkeppnisstöðu miðla, sem eiga sitt undir borgandi lesendum, því frímiðlar, sem dreift er á kostnað auglýsenda, fundu ekki fyrir vsk-hækkuninni.