Í nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í upphafi árs, þar sem er að finna strangari ákvæði um rekstur sveitarfélaga en gilt hafa til þessa, er kveðið á um að heildarskuldir sveitarfélaga megi ekki nema meira en 150% af tekjum. Þannig liggur fyrir að stór hluti sveitarfélaga á Íslandi þarf að ná niður skuldum sínum á næstu árum. Sveitarfélögin fá aðlögunartíma í tíu ár til að ná þessu markmiði.

Skuldsetning fjölmargra sveitarfélaga er langt umfram þessi mörk. Skuldir og skuldbindingar 13 sveitarfélaga námu meira en 200% af árlegum tekjum þeirra um áramótin 2010-2011, af þeim skulduðu tíu meira en 250% af tekjum og fimm skulduðu meira en 300% af árlegum tekjum.

Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, viðurkennir að í mörgum tilvikum geti það klárlega verið erfitt verkefni að ná niður skuldum jafnvel þótt gefinn sé allt að tíu ára aðlögunartími. „Sum sveitarfélög munu örugglega þurfa einhvern stuðning.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

© MATS LUND (© MATS WIBE LUND)