Leiðtogar ESB ríkjanna takast nú á um hver eigi að verða eftirmaður Chistine Lagarde hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) eftir að Lagarde var valinn sem seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans. Þau sem sögð eru líklegust eru Hollendingurinn Jeroen Dijsselbloem, fyrrverandi fjármálaráðherra Hollands og formaður evruhópsins, samstarfs fjármálaráðherra evruríkjanna annars vegar og hins vegar Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans. Dijsselbloem nýtur stuðnings Þjóðverja en Georgieva er studd af Frökkum. FT greinir frá.

Venja er framkvæmdastjóri AGS sé evrópskur en forseti Alþjóðabankans sé bandarískur. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná saman um hver eigi að verða fyrir valinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður íhuga að leggja til að George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands og ristjóri fríblaðsins Evening Standard, taki við starfinu af Lagarde.