*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 19. apríl 2008 10:22

Harley Davidson dregur úr framleiðslu

Ritstjórn

Sérfræðingar RBC Capital Markets lækkuðu markgengi bifhjólaframleiðandans Harley Davidson úr 40 dollurum á hlut í 36 í kjölfar uppgjörs félagsins. Á fyrsta fjórðungi nam hagnaður Harley Davidson 0,79 dollurum á hlut sem var lítillega yfir væntingum. Stjórnendur vænta þess að hagnaður á hlut á þessu ári verði á bilinu 3 til 3,18 dollarar á hlut, sem er nokkru minna en áður var búist við.

Reiknað er með að framleiðsla minnki um 7-8% á þessu ári. RBC hafði áður búist við framleiðsluminnkun upp á 5,4%. Horfur Harley Davidson í Bandaríkjunum hafa hvorki batnað né versnað, að því er kemur fram í umfjöllun RBC. Eftirspurn á alþjóðlegum er ennþá nokkur og vaxandi.