Í fréttatilkynningu sem Lyf og heilsa hefur sent frá sér kemur fram að fyrirtækið harmar niðurstöðu áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins vegna ógildingar á samruna lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers.

"Það er okkar mat að með þessari niðurstöðu hafi íslenskir neytendur misst af tækifæri til hagræðingar þeim til hagsbóta," segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að Lyf & heilsa mun halda áfram, "...að leita nýrra tækifæra bæði hérlendis og erlendis er leiða til hagræðingar og bættrar þjónustu fyrir íslenska neytendur."