*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 23. apríl 2018 13:31

Harma rangfærslur þingmanns um laun

Læknafélag Íslands segir ummæli Helgu Völu Helgadóttur um að læknar hafi 950 þúsund í dagvinnulaun en ekki 470 þúsund röng.

Ritstjórn
Helga Vala Helgadóttir, hdl. á aðalfundi Lögmannafélagsins, en hún er í dag þingmaður Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Læknafélag Íslands harmar það sem þeir kalla rangfærslur Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um laun lækna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu þar sem hamrað er að þingmaðurinn skuli með þessum hætti draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta.

Sæmkvæmt yfirlýsingunni mun Helga Vala hafa sagt í aðsendri grein í Morgunblaðinu að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám væru 950 þúsund krónur, en læknafélagið segir það rétta vera að þau séu 470 þúsund krónur. Miðar félagið þá við kjarasamning fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélagsins, og birtir félagið á vef sínum launatöflu miðað við mismunandi launaflokka.

„Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri,“ segir í yfirlýsingunni.

„Þingmaðurinn ruglar því saman að skv. gagnabrunni fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru meðaltal heildardagvinnulauna með álagsgreiðslum alls læknahópsins á Íslandi (alls 863 lækna) sem m.a. telur alla sérfræðilækna landsins sem lokið hafa 12 – 14 ára námi, yfirlækna og forstöðulækna 950.000 kr, en byrjunardagvinnulaun þeirra sem lokið hafa 6 ára námi eru aðeins 470.000 kr.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is