Það er rétt að Icelandair Hotels tóku af skarið og fóru þess á leit við ESA að óeðlileg samkeppnistaða Hörpu við aðra þjónustuaðila á ráðstefnumarkaði hér á landi yrði skoðuð,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, í tölvupósti til Viðskiptablaðsins.

Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að rannsókn ESA á meintri ríkisaðstoð til reksturs Hörpu sé til komin vegna kvörtunar Icelandair Hotels. Magnea Þórey segir samkeppnisaðila Hörpu standa straum af fjárhagslegum skuldbindingum sínum með sölu á aðstöðu og þjónustu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.