Samið hefur verið um að Nýherji muni reka og hýsa upplýsingakerfi ráðstefnu- og tónleikahússins Hörpu. Í tilkynningu segir að Nýherji muni hýsa öll miðlæg gögn Hörpu og fjárhagskerfi hússins auk þess að annast alla almenna tölvuþjónustu fyrir starfsmenn. Þá hefur Harpa valið Rent a Prent þjónustu Nýherja.

Haft er eftir Emil Einarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Nýherja að með útvistun sé hægt að auka öryggi og bæta aðgengi að sérfræðiþjónustu. „Þá geta fyrirtæki, eins og Rekstrarfélag Hörpu, skapað sér mikinn fjárhagslegan ávinning með því að úthýsa tölvukerfum í stað þess að eiga og reka sitt eigið. Þeir fá því einungis fastan og fyrirsjáanlegan kostnað," segir Emil