Bubbi Morthens heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika en í þetta sinn í Hörpu. Þá mun Bubbi einnig halda það sem kallað er Þorláksmessutónleika í Hofi á Akureyri og á Akranesi.

Áætlaðar tekjur Bubba af þessum tónleikum eru um 14 milljónir króna, þar af 10,3 milljónir króna vegna tónleikanna í Hörpu ef allir miðar seljast.

Það vakti nokkra athygli þegar Bubbi ákvað að halda þessu árlegu tónleika sína í Hörpu þar sem hann hefur kvartað opinberlega undan háu leiguverði í sölum ríkistónlistarhússins.

Nánar er fjallað um tekjur og veltu af jólatónleikum þetta árið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Viðbót við frétt: Í prentútgáfu Viðskiptablaðsins er tekið fram að hér er aðeins miðað við tekjur af sölu aðgöngumiða en gera má ráð fyrir einhverju magni boðsmiða. Þá fylgir því töluverður kostnaður að halda tónleika, s.s. leiga á sal, leiga á hljóð- og ljósakerfi, auglýsingar, dyravarsla, umsýsla miðasölu, laun tónlistarfólks auk fjölda annarra minni kostnaðarliða. Hér verður ekki reynt að spá fyrir um veltu jólatónleika í heild sinni, með tekjum og kostnaði.