*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 16. janúar 2020 07:02

Harpan lögð undir árshátíð Arion banka

Gus Gus, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör og Bríet eru meðal þeirra sem troða upp á árshátíð Arion banka í Hörpu um helgina.

Ritstjórn
Harpan.
Haraldur Guðjónsson

Arion banka hefur leigt stærstan hluta Hörpu undir árshátíð bankans sem fer fram um helgina. Sitjandi borðhald verður á árshátíðinni en í kjölfarið hefst tónlistarhátíð. Ólíkar tónlistarstefnur verða í mismunandi sölum hússins. Meðal þeirra sem spila á árshátíðinni eru Gus Gus, Emmsjé Gauti, Jói P og Króli, Herra Hnetusmjör og Bríet.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir árshátíðina verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Umfang árshátíðarinnar skýrist af því að bankinn sé stór vinnustaður. Starfsdagur verði hjá bankanum yfir daginn og árshátíð um kvöldið. Þá lék Nýdönsk í Arion banka í vikunni en það munu hafa verið árlegir tónleikar eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Arion banki