Rafræn bóksala J.K. Rowling hefur opnað og eru allar sjö bækurnar um Harry Potter seldar þar. Franskar, ítalskar, þýskar og spænskar útgáfu eru væntanlegar innan tíðar.

Vefsíða J.K. Rowling er www.pottermore.com og hægt er að hlaða bókunum niður á lestölvur, spjaldtölvur, venjulegar tölvur og farsíma. Fyrstu þrjár bækurnar kosta 7,99 Bandaríkjadali og seinni fjórar kostar 9,99 Bandaríkjadali.

Rowling hefur selt um 450 milljónir bóka um galdrastrákinn Harry Potter og bækurnar hafa verið þýddar á meira en 70 tungumál. Þegar J.K. Rowling samdi um útgáfu Harry Potter bókanna hélt hún eftir útgáfurétti á rafbókum sem skýrist af því að þær voru ekki komnar á markað.

Einnig er hægt að kaupa bækurnar í gegnum vefverslanirnar Amazon.com, Barnes & Noble og Sony en þessi fyrirtæki fá þá hluta af söluverðinu. iTunes hefur ekki enn samið um sölu á bókunum.

Með því að selja rafbækurnar í gegnum sína eigin heimasíðu fær J.K. Rowling mun stærri hluta ágóðans af sölunni samkvæmt frétt Wall Street Journal.