Hagnaður skemmtiefnisframleiðandans Time Warner á þriðja ársfjórðungi nam 822 milljónum dala, andvirði um 94 milljarða króna, og er það aukning upp á 57% frá sama tíma í fyrra. Tekjur Time Warner jukust um 11% milli ára og námu 7,1 milljarði dala. Samkvæmt frétt BBC er það einkum gott gengi síðustu Harry Potter myndarinnar sem útskýrir þessa miklu hækkun milli ára. Heildartekjur af sýningum myndarinnar í kvikmyndahúsum námu 1,3 milljörðum dala.

Kapalsjónvarpsdeild Time Warner átti líka góðan fjórðung, en áskriftum fjölgaði um 6% og áskriftartekjur jukust um 9%. Tekjur útgáfudeildar fyrirtækisins drógust hins vegar saman um 1%.

Frumsýning Harry Potter
Frumsýning Harry Potter
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)