Harry Bretaprins og Cressida Bonas, unnusta hans, eru sögð á leið hingað til lands til að fara á skíði og slaka á. Breska dagblaðið Daily Mail og fleiri fjölmiðlar þar í landi segja reyndar parið vera að flýja undan föður Harrys, Karli Bretaprins. Sá hefur þrýst á son sinn að slíta sambandinu svo vandamál tengd fjölskyldu Cressida Bonas smiti ekki út frá sér yfir til konungsfjölskyldunnar. Eitt af því sem sagt er að Karl sjái sem blett á fjölskyldu Bonas er að fósturfaðir hennar flýtti fyrir sér í byrjun ársins.

Þau Harry og Cressida Bonas munu hafa verið par í næstum tvö ár.

Harry kom hingað til lands í fyrrasumar og segja bresku blöðin honum hafa líkað ferðalagið svo vel að nú langi hann til að kynna landið fyrir kærustunni. Harry kom hingað í nokkra daga á vegum góðgerðarsamtakanna Walking With the Wounded og æfði hann á Langjökli með föruneyti sínu fyrir ferð á Suðurpólinn, m.a. með Íslendingum, í nóvember síðastliðnum.