Skutlþjónustan Uber hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið, en fyrirtækið hefur verið talsvert í kastljósi fjölmiðla. Forstjóri fyrirtækisins Travis Kalanick, hefur meðal annars tekið sér tímabundið leyfi vegna slæms gengis og persónulegra vandræða. Það tækifæri hefur skutlfyrirtækið Lyft, sem helsti keppinautur Uber, nýtt sér.

Markaðshlutdeild Uber hefur dregist saman úr 84 prósentum í byrjun ársins niður í 77 prósent í lok mái. Tekjur Uber jukust þó á fyrsta ársfjórðungi og námu sölutekjur fyrirtækisins 3,4 milljarða dollara sem er þreföldun milli ára. En salan heima fyrir, í Bandaríkjunum, hefur ekki verið eins góð og búist var við. Verðmiðinn á Uber í síðustu viku voru 62,5 milljarðar dollara.

Lyft lauk við 600 milljón dollara fjármögnun í apríl hefur bætt við sig 150 nýjum borgum og hefur tekið við mörgum af þeim farþegum sem að Uber er að missa af. Lyft er þó enn talsvert minna í sniðum en Uber og voru tekjur þess 708 milljónir dollara í fyrra eða einn níundi af tekjum Uber. Financial Times tók saman yfirlit á stöðu skutlfyrirtækjanna tveggja.