Eftirspurnin eftir viský hefur aukist verulega að undanförnu. Heilt yfir hefur eftirspurn aukist um 5% undanfarið ár. Eftirspurn eftir lúxusviský hefur aukist um 20%.

Aukin eftirspurn er í sjálfu sér ekki vandamálið heldur það að það tekur mörg ár að framleiða viský. Sá görótti drykkur liggur nefnilega í tunnum í átta, tíu eða jafnvel enn fleiri ár áður en honum er tappað á flöskur.

„Það er löng bið eftir viský,“ segir Buffalo Trace í fréttatilkynningu. Buffalo Trace er amerískur vínframleiðandi sem hefur starfað í 228 ár. Þetta umrædda langa framleiðsluferli gerir það að verkum að það er langt þangað til að eftirspurninni eftir viskýinu verður svarað.

Hér má lesa meira um viskýið.