Harðar deilur spruttu upp á dögunum á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar (VSV) í Vestmannaeyjum þegar kjósa átti stjórnarmenn í aðalstjórn og varastjórn. Deilan virðist vera sú nýjasta í áralöngum deilum hluthafa. Í samtali við Viðskiptablaðið lýsir Runólfur Guðmundsson, sem var staddur í umboði minnihluta eigenda á fundinum, því að stjórnarkosningin hafi hafist eðlilega. Trúnaðarmaður fundarins og lögfræðingur VSV, Lilja Arngrímsdóttir, hafi safnað atkvæðum fundarmanna í tvo kassa. Fyrir aðalmenn annars vegar og varamenn hins vegar og hafði hver maður atkvæði í samræmi við eign sína í félaginu. Segir hann hana hafa gengið á alla fundarmenn og þeir rétt atkvæði sín í kassann. Eftir kosninguna hafi fundarstjóri skipaði trúnaðarmenn til talningar, Tilnefndi hann lögfræðinginn Lilju, Þorvarð Gunnarsson og loks Runólf sem fulltrúa minnihluta hluthafa.

„Við í talninganefndinni fórum því afsíðis til að telja atkvæðin. Áður en talningin hefst var prentuð út kjörskrá til að sjá hversu mörgum atkvæðum hafði verið dreift. Það voru 1.610 milljón atkvæði í boði og við sjáum strax að það hafa aðeins verið greidd atkvæði fyrir 1.570 milljón. Þannig var öllum ljóst að það vantaði um 40 milljón atkvæði. Sjö aðilar höfðu boðið sig fram en aðeins fimm stjórnarsæti voru í boði. Eftir talninguna var ljóst að Ingvar Eyfjörð var með flest atkvæði, Guðmundur Kristjánsson með næstflest atkvæði en fjórir frambjóðendur meirihlutans voru með jafnmörg atkvæði,“ útskýrir Runólfur.

Ágreiningur um niðurstöður kosningar

Runólfur bendir á að vegna reglna um kynjahlutföll í stjórnum hafi tveir af frambjóðendum meirihlutans verið sjálfHart tekist á í Vinnslustöðinni Hart er tekist á í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Mynd VB /Aðsend Hann stígur því í pontu og hefur mál sitt á því að talningarnefndin hafi farið inn á fundinn að leita að týndu atkvæði. fimmtudagur 21. júlí 2016 Fréttir 13 kjörnir þar sem um hafi verið að ræða konur. Eftir stóð því að fylla fimmta sætið. Vöknuðu þá deilur um hvernig skyldi ákvarðað hver hlyti sætið. Talningarmenn voru þannig ósammála um það hvort varpa ætti hlutkesti líkt og fulltrúi minnihluta taldi skylt samkvæmt samþykktum og lögum eða hvort fundurinn ætti sjálfur að kjósa milli mannanna. Með það fyrir augum að leysa úr málinu var kallaður til fundarstjórinn Arnar Sigurmundsson.

„Lilja Arngrímsdóttir fer inn á fundinn til að sækja fundarstjóra. Það tók undarlega langan tíma en ég gerði bara ráð fyrir að hann hefði orðið upptekinn. Hann kemur inn og svo lögfræðingurinn að- eins á eftir og þá kemur hún með þetta aukaatkvæði sem hafði vantað upp á, tæpar 40 milljónir. Ég frétti það eftir fundinn að hún fór aftur inn á fundinn og sótti þetta atkvæði en eins og áður segir þá vissum við nákvæmlega hvaða atkvæði vantaði,“ segir Runólfur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.