Harvard, Yale, Stanford og 17 aðrir háskólar í Bandaríkjunum hafa komið sér saman til þess að mótmæla ferðabanninu sem Trump skipaði á múslima. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Skólarnir segja ferðabannið koma í veg fyrir að nemendur, starfsmenn og fræðimenn geti sinnt hlutverkum sínum innan skólanna.

Jafnframt segja skólarnir bannið koma í veg fyrir mikilvægar framfarir í hinum ýmsu fræðum, fyrir utan það að bannið brjóti á öllum þeim gildum sem Bandaríkin standi fyrir.

Aðrir skólar sem reyna nú að setja pressu á Trump eru: Brown, Carnegie Mellon, University of Chicago, Columbia, Cornell, Dartmouth, Duke, Emory, Johns Hopkins, the Massachusetts Institute of Technology, Northwestern, University of Pennsylvania, Princeton og Vanderbilt.